Mitt hús verður mjög svipað þessu á myndinni.
Það er í smíðum.
Virðist vera nokkuð auðvelt að gera snyrtilega stétt án þess að eyða krónu og ef fjölskyldan hefur safnað innvolsinu úr klósettrúllum í einhvern tíma er hægt að nýta hólkana fyrir fræ og búa til skóg á hálfri öld eða svo.
4 ára; Amma, af hverju ertu með svona strik hjá munninum?
Amman sv; Af því ég er orðin svolítið gömul, þá koma strik eða hrukkur í andlitið.
4 ára; En ef þú færð þér svona sopa þá fara strikin. (bauð ömmu sopa af malti og appelsíni)
Amman sv; Ég vil ekki sopa.
4 ára; En sjáðu, ég og pabbi erum að drekka svona og við erum ekki með nein strik. Ef þú færð þér sopa þá fara öll strikin og koma ALDREI aftur.....
Þá er áhrifaríkasta hrukku meðal fundið=; Blandið saman Malti og Appelsíni og drekkið