Tuesday, August 3, 2010

Prjón, Trefill og Sjal.


Fame Trend, það er mjúkt og fínt. En það borgar sig að gera tvo helminga þegar þetta munstur er notað því annars koma tungurnar ekki rétta á endunum. Betra að lykkja saman í miðjunni.


Hér að neðan sést hvernig loka hnykkurinn verður sléttur og í ósamræmi við byrjunina. Ferlega spælandi að vera búin að prjóna svona stórt stykki og það verður ekki eins og það átti að vera.
Ég rakti einn munsturbekk upp og byrjaði á "öfugum enda" og fékk þá tungurnar og samskeytin urðu ekkert sérstaklega áberandi.
Þetta er prjónað úr ullargarni sem ég keypti í nýrri garn búð við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.
(Í sama húsnæði og STURTA.is)