Saturday, February 20, 2010

Kom blindfullur heim

Jón hafði farið á fyllirí í vinnunni og drukkið all hressilega. Reyndar svo mikið að það síðasta sem hann man, var að hann var ælandi á götuna einhversstaðar niðrí bæ. Hann vaknar með hausverk dauðans, opnar augun og sér að hann er heima hjá sér. Lítur í kringum sig og sér rós í vasa og vatnsglas á borðinu og verkjatöflur. Föt nýpressuð á stólnum og allt þögult og tandurhreint. Hann skröltir á fætur, gjörsamlega minnislaus um gærkvöldið og röltir á kamarinn. Á speglinum sér hann miða frá konunni sinni sem á stóð:
“Ástin mín, ég skaust í búðina að kaupa inn, því ég ætla að elda uppáhalds matinn þinn í kvöld, hafð þú það rólegt í dag og jafnaðu þig elskan mín, sé þig á eftir. “Hann klóraði sér í hausnum og tók eftir RISA glóðarauga á sér, pissaði og rölti fram.
Frammi situr 12 ára sonur hans að lesa og hann spyr stráksa, “Veist þú hvenær ég kom heim í nótt ? “
Já pabbi, þú komst heim um 5 í morgun, dast um stofuborðið og braust allt sem var á því, ældir á teppið í stofunni, og drapst á gólfinu.
Kallinn klóraði sér í hausnum og spurði af hverju mamma hans væri svona glöð..
“Æ, já, þegar mamma var að drösla þér á fætur og þrífa af þér æluna sagðir þú”
“Láttu mig vera, ég er hamingjusamlega giftur!!!!”

….Heppinn…..