Thursday, October 15, 2009

Halelúja

Einu sinni héldum við flest öll að Guðmundur í Byrginu væri góðmenni, sem hefði fært fórnir í þágu þeirra sem minnst mega sín. Hann kom fram í fjölmiðlum og auglýsti nauðsyn þess að sinna ”skjólstæðingum” sínum, akkurat eins og hann gerði það, svo fólk styrkti starfsemi Byrgisins með fjármunum og ríkið líka.
Hann blandaði Guði Almáttugum, Jesú Kristi og öllum þeirra englum vel og vandlega inn í umræðuna og fólk úti í bæ táraðist yfir þessu gegnheila fórnfúsa góðmenni sem Guðmundur VAR.
Nú situr hann á Hrauninu vegna kynferðisbrota og á yfir höfði sér enn lengri vist þar vegna milljóna fjárdráttar af söfnunarfé frá almenningi.
Við fáum sem sagt að greiða fyrir framfærslu ”góðmennisins” í nokkur ár enn.
Halelúja.