Wednesday, August 22, 2012

Hrossa hvað?

 Sumar hrossaflugur hafa skemmt sér í mjög miklum rólegheitum á gluggunum mínum. Sumar klessa sig saman og aðrar hafa bil á milli sín.... svona vissa fjarlægð og eru ekkert að troða sér uppá aðrar flugur. 
Hegðunin er kannski ekki ósvipuð og hjá okkur mannfólkinu. 
Nema hvað, flest fólk er ekki að hengja sig á útsýnisrúður í annarra manna húsum.