Wednesday, September 19, 2012

Stórslysið


Hræðilegt slys varð í nágrenni við mig á sunnudaginn var, þegar sprenging varð í Ofanleiti og einn maður fórst af völdum hennar og stórskemmdir urðu á húsum og bílum. Á efri myndinni sést reykurinn þegar hann var farinn að dofna mikið og á neðri myndinni, sem var tekin nokkrum klukkutímum seinna,sést að mikill erill var við götuna lengi á eftir og ekki hægt að keyra inn í hana að ég held allan daginn enda svæðið lokað.