Hér sjáum við 8 mikla herramenn sem njóta þess forgangs að hafa eina súper dömu í sínum hóp.
Hópurinn hefur stillt sér upp í garði Alþingishússins á þessari mynd og er þetta í fyrsta sinn sem hann er þar en EKKI það síðasta.
Eftir um það bil 15 ár má búast við að eitthvað þessara barna verði á leið til starfa inni í húsinu sem sést fyrir aftan þau á myndinni.
Hin verða þá í öðrum mikilvægum störfum eða að undirbúa sig til að taka þau að sér.