Friday, November 18, 2011

Þeir þurfa að kunna sitt fag......


Maðurinn var til vandræða í hjónabandinu , þar sem hann var gjarn á að eltast við ungar dömur og var enn einu sinni staðinn að verki.

Hann er mjög vandræðalegur og rjóður í kinnum og segir við konuna sína: “Þykir þér það voða leiðinlegt þegar ég eltist við ungar konur?”
“Nei,nei alls ekki.” sagði konan, “Jafnvel hundar eltast við bíla en kunna svo ekkert að keyra”
===================
Hvað er svo hægt að læra af þessum brandara?
Jú, konunni var svo nákvæmlega sama þó karlinn væri eitthvað að elta aðrar konur
því hún vissi sem var að hann kunni ekki til verka. Svo það var ekki eftir neinu að sjá.