Friday, January 6, 2012

Andartak


Þessar gæsir komust ekki á neitt jólahlaðborð þessi jólin og næstu jól verða þær svo seigar að betra er að láta þær eiga sig. 
EN þær hafa lært umferðarreglurnar og líta til allra átta áður en þær vaða út á umferðargöturnar.
Ætli Jón Gnarr viti af þessu?

Jólasveinar einn og átta eða þrettán.


Þessi er að fara uppá Esjuna í dag en hann leit í heimsókn eins og hann gerir alltaf á aðfangadag. 
Hann er ekta, þarf enga púðafyllingar utan á sig.