Saturday, February 13, 2010
Hugleiðing Gleyminnar Gamallar Konu
Nú er ég komin með Alsheimer, því ég var búin að gleyma þessu bloggi (það tók því ekki að leggja það á minnið því það les þetta enginn). Það rofaði aðeins til í heilabúinu augnablik og ég sat við tölvuna akkurat þegar það gerðist svo ég leit hér inn.
Hef ekki frá neinu að segja frá því síðast enda held ég flestu fyrir mig og segi lítið til að koma mér ekki í vandræði.
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að ef og þegar ég segi mína skoðun þá eru alltaf einhverjir tilbúnir að rangtúlka og útvarpa sinni túlkun á mínum orðum. Þó ég hafi sagt eitthvað allt annað og ef ég segi það sem öðrum mislíkar þá er því haldið fram að ég ÖSKRI þó ég skrifi orðin bara.
Önnur eins rólegheita manneskja fyrirfinnst varla enda taldi hjarta og æðasérfræðingur nýlega að það væri varla neitt lífsmark með mér.
Til að sameina jóla- og valentínusar skraut og hjörtu þá setti ég hug-mynd hér inn til að gleðja mig þegar ég lít hér inn næst. Alltaf gaman þegar teljarinn á blogginu telur......
Ef svo ótrúlega vill til að heklu og prjónasjúklingar líti hér við þá eru margar góðar fríar hugmyndir á síðunni; http://www.mypicot.com/crochet_patterns_st01.html
Subscribe to:
Posts (Atom)