Friday, June 19, 2009

Vonarstræti

Allt í einu sá ég þetta hús í dag og fannst ég aldrei hafa séð það áður. Samt hefur það staðið lengur við Vonarstræti en ég hef verið til og oft hef ég gengið þá götu og þá sennilega bara horft á suðurhliðina en þetta er vesturhliðin á húsinu.
Spurning; Af hverju eru húsin í Breiðholti ekki svona falleg?

Spákona á Gúgglinu


Var nú bara að athuga hvort það tækist hjá mér að setja þessa mynd hér inn og ætla að sjá útkomuna á blogginu.
Annars er ég að spá í að fara að spá, ég er svo djöf... klár að gúggla.