Eftirfarandi stigskipting á einkennum fórnarlamba nauðgana fann ég í bókarkafla sem FBI maður skrifaði eftir áratuga rannsóknir á því sviði. Hér kemur ekki fram hvað fórnarlambið er lengi að ná sér enda jafnar það sig ekki nema að hluta til. Áhrif nauðgunar varir allt lífið og það er engin trygging að fórnarlömb fari í gegnum öll stigin.
1. Áhrifastig:Varir tímum, dögum eða vikum saman.
Fórnarlambinu finnst það vera tilfinningalaust eða lamað og getur ekki tekið afstöðu eða ákvarðanir. Það er sérlega viðkvæmt og ruglast auðveldlega, hugsanlega einmana, hjálparlaust og örvæntingarfullt. Getur ekki tekið áskorunum. Dregur sig í hlé eða er hlutlaust. Aðrir neita oft að trúa hvað gerðist.
2. Bakslagsstig: Þá einkennir fórnarlambið reiði, þunglyndi, gremja og jafnvel afneitun. Miklar skapsveiflur geta verið af litlu tilefni og grátköst og höfnunartilfinning eru algeng. Það missir persónuleikaeinkenni og eða sjálfsvirðingu sína. Þjáist af svefnleysi eða martröðum. Áskakar sjálft sig og aðra ástvini til skiptis. Líklegt til að taka á sig óréttmæta sök og spyr sig sífellt “Hvers vegna”.
3. Lausnarstig: Fórnarlambið öðlast smá heildarsýn og byrjar að taka þátt í daglegu lífi. Skilur að það og lífið verður aldrei samt aftur en verða bæði að halda áfram. Reiðin, heiftin og hræðslan geta varað áfram en með tímanum getur ákafinn minnkað og tilfinningakraftur getur beinst að öðrum þáttum og öðru fólki. Þau fórnarlömb sem jafna sig best láta hefnigirni og reiði ekki stjórna hugsun sinni, heldur láta jákvæða þætti stjórna lífi sínu.