Þú ert að verða gömul þegar þú færð sömu tilfinningu í ruggustól og þú fékkst einu sinni þegar þú fórst í rússibana.
Þú ert miðaldra þegar þú velur morgunkornið út af trefjunum en ekki leikföngunum sem fylgja í pakkanum.
Það getur verið mjög svekkjandi að vita svörin við öllum spurningum en engum dettur til hugar að spyrja þig spurninganna.
Vísdómurinn kemur með aldrinum en stundum kemur aldurinn einn.
Hlátur er góð líkamsrækt, hann er eins og innvortis trimm.
Hrukkum fylgja ekki verkir.