Saturday, April 18, 2009

Smá suddi

Sumir skrifa um veðrið, aðrir um hvenær þeir farið er á fætur, hringt í ættingja eða farið á klósettið, tala nú ekki um hvenær farið er í sund. Það er toppurinn á tilverunni þegar sumir geta sagt frá einhverju.
Svo eru aðrir eins og ég sem segi varla neitt. Set eina og eina mynd hér inn, sem ég hef getað hlegið að eða fundist fín á einhvern hátt.
Stundum hef ég velt fyrir mér að fara nú aða blogga um alvöruþrungin málefni, uppákomur í lífinu, hvernig sumir verða að aumingjum á meðan aðrir blómstra og segja mína skoðun á hvað ég tel valda þessu. EN hef ekki byrjað á því enn.
Ef ég fengi áskoranir, þá tæki ég mig til og reyndi að uppfylla óskir annarra. Ég er svoddan kóari in við beinið þó ég viðurkenni það aldrei. ALDREI.