Gríla býr nú í Borgarfirði við Fossatún. Hún er nokkuð bjartsýn á að fá góðan dekurbita í pottinn sinn svo hún verði ekki svöng alla helgina.
Henni leist ekkert á mig, var viss um að ég væri seig undir tönn og hún reynir að forðast of mikið álag á tennur og kjálka því það er svo dýrt að fara til tannlækna, að maður tali nú ekki um bitsérfræðinga. Hún hefur ekki efni á því enda fær hún engan styrk frá sveitarfélaginu.