Nú stendur yfir svokallað kirkjuþing í Grensáskirkju og þar ætla prestarnir að ræða klám og kynferðisafbrot hinna ýmsu samstarfsmanna sinna. Oft hafa þeir rætt þessi mál og ekki getað komið sér saman um aðgerðir. Sumir vilja þegja kynferðisafbrotasögur í hel, aðir vilja setja reglur og eitthvað af þeim hafa verið samþykktar.
Eitt hefur þó alltaf staðið uppúr þegar þessir “sálusorgarar” og “góðmenni” hafa rætt þessi sálarmorð. Það er ósamkomulagið og margföld sýn á siðgæði sem ríkir innan stéttarinnar.