Wednesday, October 8, 2014

Prjónað úr afgöngum

Einu sinni saumaði ég svipbrigðalausar dúkkur úr bómullar efnum. Þær eru eingöngu úr náttúrulegum efnum og börn sem leika með þær, eiga auðveldara með að ímynda sér grát þeirra eða hlátur því svipur þeirra festir ekki eina tegund tilfinninga við þær og takmarkar því ekki leikinn og upplifun barns sem þarf að "leika sér" í gegnum átakatímabíl í lífi sínu. 

Dúkkurnar mínar heita Helga og Addi. Þau fengu ný föt sem ég prjónaði úr garn afgöngum en vegna yfirþyrmandi magns af þeim geri ég ráð fyrir að Addi og Helga verði vel klædd fyrir veturinn og dúðuð í lopa þetta og lopa hitt þegar vorar.


No comments: