Saturday, October 4, 2014

Plastpokakarlinn minn

 Það er ekki á hverjum degi sem svona skýrar myndir nást af plastpokakörlum eins og þeir eru kallaðir. Ég hef þennan eingöngu fyrir mig og til að tryggja það að hann fari ekki á flakk eins og einhver farandtilli þá er hann geldur. 
Eins og þeir vita sem vilja það, þá eru það einu fressin sem einstæðar konur vilja. Ef þeir eru ekki geldir þegar við fáum þá .... nú þá drífum við í því að láta gelda þá og eftir það eru þeir til friðs og hverrar konu hugljúfi. 

No comments: