Monday, July 28, 2014

Verslunarmanahelgin framundan

Farið bara eftir umferðarreglunum ... ef allir gegna mér núna þá ætti næsta helgi að ganga vel.

Sunday, July 27, 2014

Laugardagur til lukku

Bakaði böku, gesturinn sem ég bjóst við lét ekkert í sér heyra svo ég ÁT bökuna fyrir og eftir gönguferð á Úlfarsfellið.... eða svona rétt upp í hlíðina. 
 




Upp kom byssu-strákur sem ætlaði að skjóta úlfa á Úlfarsfelli. Þetta er drengur sem hugsar fram í tímann, er viðbúinn því sem koma skal og lætur ekki einhverjar konur stoppa sig í að vera með réttu verkfærin þegar farið er úr húsi.


Thursday, July 24, 2014

Helgafellið

Þetta er eitt af mörgum Helgafellum á landinu og er statt við Hafnarfjörð. Annað er í Mosó en ég nennti ekki að athuga hvort ég sæi í þau bæði .... hefði þurft að líta út um annan glugga til þess og það er of erfitt fyrir lata konu.

Tuesday, July 22, 2014

Leti líf

Með krosslagðar fætur og svo taka við teyjur og geysp.




Töskur tvær

 Nú eru töskurnar orðnar tvær og gætu orðið fleiri ef einhver biður fallega.

Friday, July 18, 2014

Taska undir smáhlutina sem allaf eru í notkun


 4 hólf með rennilás og hólf á milli þeirra. 
Fremst myndast "skúffa" þegar taskan er opin. 

Wednesday, July 16, 2014

Svo sætur

Svona sætt augnaráð er ekki á hvers manns færi.

Tuesday, July 15, 2014

Eldhúshandklæði

Eldhúshandklæði eru orðin algjörlega ómissandi á mínu heimili svo ég hef fjöldaframleitt þau.
Þau eru hneppt yfir handfang á efriskáp fyrir ofan eldhúsvaskinn.

Saturday, July 12, 2014

Brúin

Einu sinni voru vinsælir sjónvarpsþættir með þessu nafni, Brúin mín gæti boðið uppá álíka fjölbreytileika en varla neinar vinsældir. 
Ég á nóg efni til, svo ég gæti gert feitan mynda-pakka.