Tuesday, December 27, 2011

Sjúklega útsýnið mitt

Það er ekki hægt að fá leið á útsýninu mínu enda þó það sé alltaf það sama þá er það aldrei eins. 
Klikkið á myndina til að sjá hana betur.

Saturday, December 24, 2011

Wednesday, December 21, 2011

Fóta ylur

Snúningsokkar án hæls og einir venjulegir með hæl svo einir innisokkar sem nýtast vel í gólfkulda og sumarbústöðum. Ef fólki er kalt á fótunum þá er þeim kalt allsstaðar svo það er gott að sinna undirstöðunum vel og vandlega.

Monday, December 12, 2011

Peysa

Peysa á litla stelpu, en tölurnar eru ekki komnar á því þær geta verið af svo mörgum tegundum að ekki er búið að ákveða hverjar verða fyrir valinu.
Hvað þær verða margar er líka óákveðið ennþá. 

Tuesday, November 22, 2011

Ljóskan ...

Ljóska nokkur ákveður að fara að dorga. Hún var búin að lesa sér svolítið til um efnið og eftir að hafa náð sér réttu græjurnar, leggur hún af stað niður að næsta frosna vatni.


Þegar hún er búin að koma sér fyrir á stól sem hún tók með sér og býr sig undir að saga gat á ísinn heyrist rödd að ofan: "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR ÞARNA!"


Nokkuð brugðið færir ljóskan sig til og fer lengra út á ísinn, fær ...sér kakó og býr sig undir að saga nýtt gat. En aftur, af himnum ofan heyrist: "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR ÞARNA!"

Nú stóð henni ekki á sama, en færði sig aftur, og var nú komin út á mitt vatn. Hún stillir upp stólnum og byrjar að saga. En röddin heyrist aftur: "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR ÞARNA!"

Hún hættir, lítur til himna og segir, "Er þetta þú GUÐ?"

Röddin segir: "NEI, ÞETTA ER HÚSVÖRÐURINN Í SKAUTAHÖLLINNI !!!

Monday, November 21, 2011

Eftir mistök, framhjáhald og vesen í hjónabandinu var þetta búið og skilnaður óumflýjanlegur......... Auk þess hafði Guðmundur fundið aðra í Lækjargötunni......... Svo Guðrún átti að flytja út. Hún eyddi fyrsta deginum í að pakka öllu niður í kassa. Næsta dag kom fluttningabíllinn og sótti allt dótið. Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drakk flösku af Chardonnay. Þegar hún hafði borðað, gekk hún hringinn í hvert einasta herbergi og tróð rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum! Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið. Þegar Guðmundur kom til baka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta. Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út......... Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega, kannski voru þar dauðar mýs og rottur, teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar. Meindýravörnin var kölluð til og húsið var "GASAÐ" gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga. Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega. Ekkert hjálpaði. Vinirnir hættu að koma í heimsókn. Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu. Húshjálpin sagði upp. Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hefði lækkað um helming. Þetta spurðist út, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán (ekki hjá Kaupþingi) til að kaupa nýtt hús. Guðrún, fyrrverandi eiginkonan hringdi til Guðmundar og spurði hvernig gengi. Guðmundur sagði henni söguna um rotna húsið. Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur. Guðmundur var viss um að ex-ið vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við Guðrúnu að selja henni húsið á tíunda hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs. Hún samþykkti það. Viku seinna stóðu Guðmundur og kærastan í húsinu í síðasta sinn - þau hlógu yfir sig hamingjusöm. Og þeim var létt þegar fluttningabíllinn kom og sótti allt þeirra dót til að keyra því yfir í nýja húsið.---- Þar á meðal gardínustöngunum !!!!!!

Friday, November 18, 2011

Þeir þurfa að kunna sitt fag......


Maðurinn var til vandræða í hjónabandinu , þar sem hann var gjarn á að eltast við ungar dömur og var enn einu sinni staðinn að verki.

Hann er mjög vandræðalegur og rjóður í kinnum og segir við konuna sína: “Þykir þér það voða leiðinlegt þegar ég eltist við ungar konur?”
“Nei,nei alls ekki.” sagði konan, “Jafnvel hundar eltast við bíla en kunna svo ekkert að keyra”
===================
Hvað er svo hægt að læra af þessum brandara?
Jú, konunni var svo nákvæmlega sama þó karlinn væri eitthvað að elta aðrar konur
því hún vissi sem var að hann kunni ekki til verka. Svo það var ekki eftir neinu að sjá.

Thursday, November 17, 2011

Munið þetta

Þessi ungi maður á eftir að verða þekktur, hvenær sem það verður.

Wednesday, November 16, 2011

Vísitölufjölskylda

Hjón með tvö börn, er það ekki dæmigerð vísitölufjölskylda?

Saturday, November 12, 2011

Risaeðla

Risaeðla með ungann sinn á bakinu og blá sól á bláum himni. Listamaðurinn er tæplega 4 ára drengur.

Prjónað úr afgöngum



Viðbótar prjón úr afgöngum.




Saturday, October 22, 2011

Dellan mín, síðustu afrekin.

Ljósi skokkurinn er á 2ja ára sá dekkri á 3-4 ára og húfan á 3-5 ára.
Inniskórnir eru á fullorðna.





Thursday, October 20, 2011

Sunday, October 16, 2011

Jæja, þá þarf að finna Adam



Hvað ætli Adam hafi verið lengi í Paradís?

Sunday, October 2, 2011

Sprella, perra, brunahani.

Þessi stendur blísperrtur við Skúlagötu og bíður eftir nágrönnum sínum þeim Steingrími Njáls og Ágústi Kompásperra.
Klikkið á myndina til að sjá sprellann í fullri stærð.

Saturday, October 1, 2011

Líkamsrækt

Það er sama hvaða verk við tökum að okkur við þurfum bæði að fara að gát og vanda okkur við það.

Sunday, September 25, 2011

Saturday, September 10, 2011

Léleg vinnubrögð og lélegt eftirlit.

Það voru fengnir fagmenn til að gera við húsið mitt, flest var nú ágætt sem gert var en sumt ekki og ekki hef ég orðið vör við neina viðleitni til að laga það sem miður fór, þrátt fyrir að sérstakur eftirlitsaðili hafi fyrir löngu fengið upplýsingar um stöðu mála.
Heildarúttekt á viðgerðinni og vinnunni átti að fara fram 30 ágúst 2011. Ég hef ekki orðið vör við neitt eftirlit né viðgerð á því sem miður fór.
Hér eru nokkur sýnishorn sem eru augljós;

Málningin flagnar af fyrir utan gluggana á sameigninni.

Málningin á svalargólfinu er með loftbólum þar sem gólfið var alveg slétt áður en málað var.

Málningin á svalarhandriðinu er farin að flagna af hér og þar.

Kítti sem átti að vera við gluggalistana slettist út á málningu og fær að vera þar án áreitis.

Gúmmílisti sem var settur í krikann við svalargólf og húsvegg er laus og það rignir vel og vandlega inn fyrir hann.

Sunday, August 21, 2011

PRJÓN

Sjal og hálskragi, flottur við einlita boli og þannig sko.


Wednesday, August 17, 2011

Fiskidagurinn mikli 2011 kvaddur

Það er hægt að klikk á hverja mynd fyrir sig og þá stækkar hún, ekkert slor þarna á ferðinni.




Tuesday, August 2, 2011

Heimavinna

Kommóða úr Rúmfatalagernum, lökkuð og með nýjum hnúðum og verður þar með allt annað húsgagn.
Vefnaðurinn minn þar sem eitt áhugamálið er sýnt.

Vatnslitir og túss, mynd úr köflóttu seríunni.

Gipsmynd. Jólaskrauts eplum þrýst niður í leir sem var í plast dollu og svo var gipsinu hellt yfir. Þornaði á örfáum mínútum. Hægt er að setja krók aftaná eða sogrör í blautt gipsið til að gera gat fyrir naglann í veggnum.
Þá er sogrörið fjarlægt eftir að gipsið þornar og gatið er komið aftaná plattann.

Friday, July 29, 2011

Thursday, July 28, 2011