Tuesday, November 22, 2011

Ljóskan ...

Ljóska nokkur ákveður að fara að dorga. Hún var búin að lesa sér svolítið til um efnið og eftir að hafa náð sér réttu græjurnar, leggur hún af stað niður að næsta frosna vatni.


Þegar hún er búin að koma sér fyrir á stól sem hún tók með sér og býr sig undir að saga gat á ísinn heyrist rödd að ofan: "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR ÞARNA!"


Nokkuð brugðið færir ljóskan sig til og fer lengra út á ísinn, fær ...sér kakó og býr sig undir að saga nýtt gat. En aftur, af himnum ofan heyrist: "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR ÞARNA!"

Nú stóð henni ekki á sama, en færði sig aftur, og var nú komin út á mitt vatn. Hún stillir upp stólnum og byrjar að saga. En röddin heyrist aftur: "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR ÞARNA!"

Hún hættir, lítur til himna og segir, "Er þetta þú GUÐ?"

Röddin segir: "NEI, ÞETTA ER HÚSVÖRÐURINN Í SKAUTAHÖLLINNI !!!

No comments: