Sunday, May 30, 2010

Einn af tveim

FAME garn, dokkan dugar í eitt sokkapar, hér er sá fyrri, hinn er á prjónunum og langt kominn. Þeir fara svo í einhvern pakka á árinu, afmælis eða jóla.
Pantanir verða að berast prjónakonunni tímanlega.

Saturday, May 29, 2010

Grindavík, Iceland

Þetta rauða hús er í Grindavík og álfabústaðurinn í garðinum líka.
Það er álfablokk á nokkrum hæðum.

Frænku sokkar

Fótköld frænka mín í Garðinum fékk þessa sokka úr létt lopa, hvað er hægt að hugsa sér betra við fótkulda?

Monday, May 24, 2010

Draumabíllinn

Þegar Kreppunni líkur og ég er orðin rík þá fæ ég mér svona bleikan bíl með vængjum. Þá get ég flogið hvert sem er á vit ævintýranna.

Monday, May 17, 2010

Wednesday, May 12, 2010

Nýja sýkin


Þrátt fyrir að prjónasýkin hafi heltekið fjölda manns, jafnvel karlmenn, sem hafa löngum verið ónæmir fyrir prjóna-vírusnum þá hefur ekki fundist virkt bóluefni gegn sýkinni.
Landlæknir hefur því ekki skipt sér af málinu enda getur hann ekki grætt á, né auglýst sig vegna þessa.
Hann er ekki farinn að auglýsa fyrir sjúkraþjálfara ennþá (þrátt fyrir vöðvbólgu faraldur), bara lyfjafyrirtæki.

Thursday, May 6, 2010

Prjónað

Þetta á að vera hreyfimynd en hreyfingar sjást ekki á þessu bloggi. Allavega ekki hjá mér.

Monday, May 3, 2010

Jarðaðir í apríl.



Þetta fólk sjáum við ekki oftar, þau voru öll jörðuð í apríl. Sigrún Alexandersdóttir efst, þá Gylfi Gunnarsson og neðst Oddný Sigmundsdóttir. Allt fólk sem ég þekkti vel einhverntíma ævinnar.