Allt í einu og alveg óvart datt mér þetta blogg í hug sem ég hef ekki opnað í tvö ár eða svo. Mér tókst að opna það án þess að muna lykilorðið.... Gamlingjarnir muna víst ágætlega það sem er löngu liðið og sennilega giskaði ég á rétt lykilorð þess vegna.
Það bíður betri tíma að skrifa eitthvað gáfulegt því þessi færsla á bara að vera um ekki neitt enda les þetta enginn nema ég.
Nú gef ég Sjálfri mér, sem lesanda, von um að SEINNA muni ég skrifa eitthvað gáfulegt. Ég er nú eiginlega orðin nokkuð spennt að lesa næstu blogg og sjá þar hversu bræt og glimrandi skynsöm ég er.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment