Sunday, January 27, 2019

Hreint umhverfi

Hugsið ykkur muninn, hér er pláss fyrir fleiri bíla sem enginn hafði efni á þegar myndin var tekin. Þarna er hægt að horfa yfir ALLAN skóginn, engar holur í malbikinu, fleiri að bíða eftir strætó en keyra bílana. Nú, nú, svo eru engir snjóskaflar eða ruðningar heldur. Njótið Miklubrautarinnar.

Saturday, January 26, 2019

Friday, January 18, 2019

Tuesday, January 15, 2019

Nýtt blogg eftir langa fjarveru

Allt í einu og alveg óvart datt mér þetta blogg í hug sem ég hef ekki opnað í tvö ár eða svo. Mér tókst að opna það án þess að muna lykilorðið.... Gamlingjarnir muna víst ágætlega það sem er löngu liðið og sennilega giskaði ég á rétt lykilorð þess vegna.
Það bíður betri tíma að skrifa eitthvað gáfulegt því þessi færsla á bara að vera um ekki neitt enda les þetta enginn nema ég.
Nú gef ég Sjálfri mér, sem lesanda, von um að SEINNA muni ég skrifa eitthvað gáfulegt. Ég er nú eiginlega orðin nokkuð spennt að lesa næstu blogg og sjá þar hversu bræt og glimrandi skynsöm ég er.