Sunday, June 29, 2014

Hveragerði 28.6.2014




Hani á hraðferð

Hér er hani á hraðferð því hæna öskraði á hann og sagðist þurfa aðstoð.
Hvað gera þeir annað en drífa sig á staðinn þegar kallað er?

Tuesday, June 17, 2014

Fuglinn

Þessi fugl býr hjá mér.

Monday, June 16, 2014

Pulsur og pylsur með kóki eða Coca Cola

Þið eruð of sein, það voru fríar pylsur þarna fyrir rúmri viku síðan í tilefni af 30 ára afmæli pylsuvagnsins .... nú þurfið þið að bíða í 10 ár eftir næsta tækifæri til að fá fría pylsu og kók á Selfossi.

Sunday, June 15, 2014

Föndrað

 Heimatílbúnir nytjahlutir

 Skógurinn stækkar og er í stíl við aðra íslenska skóga. 
 Göngustígur í mótun og heyið þurrkað á svölunum.

Monday, June 9, 2014

Dýr..ðardagur

 Önd með börnin sín 
 Kötturinn minn saddur
 Ungi í grasi sem ég gekk EKKI yfir.
Hross að fara yfir um.

Saturday, June 7, 2014

Heiðursfylgd heiðursmanns.

Þessa mynd, ásamt fleirum, tók ég af heiðursfylgd sem látinn mótorhjólamaður fékk í sinni síðustu ferð með líkbílnum að Fossvogskapellu. Á myndinni sést ekki öll heiðursfylgdin, ekki öll áhrifin sem dauði Ara Garðarssonar hafði á fólk og ekki allar fallegu hugsanirnar sem liggja að baki þess að sýna dánum manni virðingu sína með þessum hætti.
Klikkið á myndina og þá stækkar hún. 

Wednesday, June 4, 2014

Örfáar ljósmyndir Andrésar Kolbeinssonar en hann lét eftir sig mikið myndasafn

 Hér eru nokkrar ljósmyndir sem Andrés Kolbeinsson tók frá 1953 til 1961.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur fékk yfir 900 ljósmyndir sem hann gafa safninu og á heimasíðu þess er hægt að skoða eitthvað af þeim. Andrés myndaði mikið í leikhúsum, fyrir arkitekta. nýjustu tísku, húsgögn, fólk á hátíðarstundum, á vinnustofum listamanna og fl. og fl. 
 Rúmlega 50 ára gömul mynd af Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld en þau léku saman í mörgum leikritum og í bíómyndinni "79 af stöðinni". 
 Borgarspítalinn í byggingu 1961 og eitthvað eru nú fá hús sjáanleg þarna á þessum tíma. 
 Austurstræti skreytt eins og gert var í den áður en bankinn var eyðilagður með því að klína ofan á hann nokkrum hæðum. Myndin er tekin fyrir framan Hressó og mér sýnist það vera Volvo sem er fremst á myndinni.
 Bæði gamli og nýji Landakotsspítali stóðu saman um tíma, þar til sá gamli var rifinn. Nú man varla nokkur maður eftir því að það hafi einhver annar spítali verið þarna en sá sem einu sinni var nýr og stendur enn.
 Þarna er hún tengdamóðir mín í skautbúning. Beryl Joy hét hún. 
 Svona litu lopapeysuauglýsingar út 1961, teknar í Árbæjarsafni og peysurnar þóttu smá gamaldags en nú eru þær rokdýrar og tískufatnaður eins og þarna var verið að reyna að gera þær.... 50 árum of snemma.
Fyrirsætan sem heldur í tunnuna var fegurðardrottnig Íslands ef ég man rétt, Theodóra, kölluð Tedda.
Tengdamóðir mín Beril Joy er þarna stödd á Austurbar (1950 og eitthvað) sem var í sama húsi og Austurbæjarbíó. Á efri hæðinni fyrir ofan barinn var Tunglið sem var vinsæll skemmtistaður unga fólksins í Reykjavík, fyrir tíma dópsins.