Tuesday, December 30, 2014

Skæruliðar vígbúast þegar þess gerist þörf


Sólarupprás og sólarlag sama dag.

 Tekið af suður-svölum að Neðstaleiti. 103 Reykjavík.

Ekki tókst mér að bera kennsl á líkið

Fann þetta lík í felum heima hjá mér. Ég virðist hafa keypt það í Rúmfatalagernum fyrir nokkrum árum og ekki rekist á það fyrr en í dag. 
Það er mjög skemmtileg tilhugsun að hafa búið með þessu líki í nokkur ár. 
Lengdin frá toppi til væng-enda er 2 og hálfur cm. 

Monday, December 1, 2014

Beðið í baði

 Þarna bíður Bóbó í baðkarinu eftir að ég buni fyrir hann besta vatni í heimi en svo gerist það ekki og fílusvipurinn leynir sér ekki þegar hann fær ekki þjónustuna strax.

 Hann gafst upp á biðinni, lagðist í baðið og svo þegar ég kíkti á hann þá vaknaði vonin um að hann fengi nú sopann sinn.

Thursday, November 27, 2014

Fleiri tilraunir

 Sólin lækkar á lofti
 Suddi
 Aðeins minni suddi
 Speglun í drullupollum

Sunday, November 23, 2014

Tilraunir

 Heillaðist af þessum sæta drullupolli.
 Súmmaði á krumma sem var langt í burtu
Súmmaði á gerfiblóm og þegar ég skoðaði það í myndavélinni sá ég öll hvítu kattarhárin sem svarti kötturinn minn hefur nuddað á blómin. 

Thursday, November 20, 2014

Skruppum til London







Hótelið, inngangurinn og fyrir innan.

Ferðafélagarnir.

Wednesday, November 12, 2014

Saturday, November 1, 2014

Sambýlingar

 Kötturinn fékk allt í einu áhuga á
 naggrísinni Fjólu
og hún fékk kattarþvott .... ætli þetta hafi ekki verið jólahreingerningin?

Friday, October 24, 2014

Reynitré í ræktun

Get  illa beðið eftir vorinu til að fá að vita hvort þessi aðferð dugar til að rækta Reyniviðar skóg og heyra fuglasönginn sem fylgir, eftir 10 ár eða svo.

Tuesday, October 21, 2014

Saturday, October 11, 2014

Eitt lítið óhapp með margar afleiðingar

Eitt lítið óhapp á einni akrein hefur þau áhrif að aðalakreinar í Kópavog, Garðabæ, Álftanes, Hafnarfjörð og Reykjanesið lokast.
Hvað verður ef það fer að gjósa þarna einhverstaðar eða skemmdir verða vegna jarðskjálfta? 
Nú þá verður enn ein þjóðvegahátíðin.

Haust, Fossvogskirkjugarður, Reykjavík, Iceland 11.10.2014