Saturday, January 26, 2013

Hausaveiðarar


Þá eru Kópavogsbúar farnir að taka lögin í sínar hendur og hengja nágranna sína. Að vísu er það víst bara einn Kópavogsbúi sem þeir hafa hengt enn sem komið er en ég hef grun um að það séu fleiri sem mega eiga von á snörunni um hálsinn.
Ég er alls ekki viss um að það verði bara Kópavogsbúar sem eiga snöruna hangandi yfir höfði sér, heldur verði svona uppákomur, eins og bréf með ásökunum um kynferðisglæpi, í fleiri bæjarfélögum.
Fólk virðist tilbúið að grafa aðra lifandi sem fá svona ásakanir á sig án dóms og laga. Ég vil samt minna fólk á að telja upp að 10 eða jafnvel lengra áður en það lætur til skarar skríða geng ódæmdum aðilum.
Við megum ekki gera sjálf okkur að fílfum þó aðrir geri það kannski.
http://www.visir.is/brefid-sem-dreift-var-i-kopavogi-i-dag/article/2013130129221

Monday, January 21, 2013

Friday, January 18, 2013

Út um allt

Skandalan skandalast víða, ekki bara hér. Hún er á http://blogg.visir.is/skandala/ líka og einnig með annað  blogg á vísi þar sem hún setur sig í spor Kreppunnar margumræddu og hefur gaman af.
Það er ekki öllum gefið að geta sett sig í spor annarra en það getur þessi fjölhæfa persóna sem Skandalan er.