10 einkenni Alzheimers sjúkdómsins;
1. Minnisleysi sem ruglar daglegt líf
Eitt algengasta merki um Alzheimers sjúkdóminn er
minnisleysi, sérstaklega gleymska á nýfengnar upplýsingar. Gleymska á
mikilvægar dagsetningar eða viðburði, spurningar um sama hlutinn aftur og
aftur, treyst á minnismiða eða annað fólk í stað þess að geta lagt á sitt eigið
minni.
Eðlileg aldurstengd breyting er að gleyma stundum því sem
framundan er en muna það seinna.
2.
Erfiðleikar
við að skipuleggja og ráða fram úr vandamálum.
Sumir einstaklingar gætu fundið fyrir breytingum í hæfni til
að þróa og fylgja reglum í sambandi við tölur. Þeir gætu átti í vandræðum með
að fara eftir venjulegum uppskriftum eða hafa bólkhaldið í lagi. Erfiðleikar
við að einbeita sér að verkum sem áður
tóku stuttan tíma..
Eðlileg aldurstengd breyting er að stundum koma upp
erfiðleikar við að halda jafnvægi í bólkhaldi heimilisins.
3.
Erfið
leikar við daglegar venjur.
Fólk með Alzheimer finnst oft erfitt að ljúka við verk sem
áður voru næstum ósjálfráð. Svo sem að keyra á kunnuglega staði, stjórna
fjárhagsáætlun í vinnunni eða muna reglur í uppáhalds leiknum.
Eðlileg aldurstengd breyting er að þurfa stundum aðstoð við
að stilla örbylgjuofninn eða taka upp þætti úr sjónvarpinu.
4.
Fólk með Alzheimer missir skilninginn á dögum, árstíðum og því
hvernig tíminn líður. Það gæti átt í vandræðum með að skilja eitthvað sem
gerist ekki um leið og það er nefnt. Stundum gleyma þau hvar þau eru eða
hvernig þau komust þangað.
Eðlileg breyting; getur orðið ruglað á hvaða dagur vikunnar
er en finnur út úr því seinna.
5. Erfiðleikar við að skilja sjónrænar
vísbendingar og staðbundin sambönd.
Hjá sumum geta sjónræn vandamál verið einkenni Alzheimers.
Hæfileikinn til að lesa gæti minnkað eða horfið, erfitt að meta fjarlægð og
liti eða skýrleika. Sem dæmi um skynjunarerfiðleika gæti viðkomandi litið í
spegil og haldið að einhver önnur persóna væri þar á ferð og ekki víst að þau
átti sig á að persónan eru þau sjálf.
Eðlilegar aldurstendar breytingar verð oft á sjóninni eru
einstaklingsbundnar, t.d. fjarsýni eða gláka.
6. Nýjir erfiðleikar með orð í tali eða
skrifum.
Fólk með Alzheimer getur átt í erfiðleikum með þátttöku í
samræðum. Þau gætu stoppað í miðri setningu og hafa ekki hugmynd um hvernig þau
ættu að halda áfram eða þau gætu farið að endurtaka það sem þau sögðu. Það gæti
átt í erfiðleikum með orðaforða, verið í vandræðum með að finna rétt orð eða
kallað hluti röngum nöfnum s.s. gætu kallað „armbands úr“ „hand klukku“.
Eðlileg aldurstengd breyting er að vera stundum í vandræðum
með að finna réttu orðin.
7. Setja hluti á ranga staði og geta ekki
rifjað upp síðustu hreyfingar til að rekja sig að hlutnum.
Fólk með Alzheimers sjúkóminn getur sett hluti á ólíklegustu
staði og getur ekki hugsað til baka og rifjað upp hvar það var eða hvað það var
að gera til að finna hlutinn aftur. Stundum ásakar það aðra fyrir þjófnað og sú
hegðun eykst með tímanum.
Eðlileg breyting, setur hluti á óvanalega staði s.s.
gleraugu eða fjarstýringuna.
8. Minnkuð eða léleg dómgreind.
Fólk með Alzheimers getur upplifað breytingar á dómgreind og
í hæfileika til ákvörðunartöku. T.d. það gæti haft lélega dómgreind í sambandi
við peningamál. Hæfileiki þeirra til að sjá hvenær er þörf á þrífa sig gæti
minnkað.
Eðlilegt er þó að taka slæmar ákvarðanir öðru hvoru.
9. Forðast að taka þátt í félagslegum aðsæðum
og vinnu.
Sjúklingar með Alzheimer draga sig í hlé og hætta að taka
þátt í tómstundastarfi, félagslegum aðstæðum, vinnu eða íþróttaiðkun. Þeir gætu
átt í vandræðum með að fylgjast með uppáhalds liðinu sínu og muna hvernig á að
stunda uppáhalds tómstundaiðjuna. Slæm reynsla þeirra af breytingum sem orðið
hafa á þeim sjálfum getur aftrað því að þeir vilji taka þátt í félagslegum
aðstæðum.
Eðlilegt er þó að verða þreyttur á vinnunni, fjölskyldunni eða félagslegri þátttöku.
10. Breytingar á skapi og persónuleika.
Skapið og persónuleiki Alzheimers sjúklinga getur breyst.
Þeir geta orðið ruglaðir, fyllst
vantrausti, þunglyndi, verið hræddir eða kvíðnir. Þeir
geta misst stjórn á skapi sínu, sérstaklega þegar þeir eru óöruggir.
Eðlilegt er þó að með aldrinum
verði fólk pirrað þegar dagleg rútína raskast.
Venjulegar aldurstendar minnistaps
breytingar og aðrar breytingar borið
saman við Alzheimers einkenni.
Einkenni Alzheimer's
|
Venjulegar aldurstengdar breytingar
|
Léleg dómgreind og léleg geta til ákvörðunartöku.
|
Taka lélegar ákvarðanir stöku sinnum
|
Geta ekki séð um fjármálin.
|
Missing a monthly payment
|
Vita ekki hvaða dagur er eða hvaða
árstíð.
|
Gleyma hvaða dagur er og muna það
seinna.
|
Erfiðleikar við að halda samræðum
gangandi.
|
Gleyma stundum hvaða orð eru
viðeigandi.
|
Týna hlutum og er ófær um að fifja upp
aftur í tímann hvað gert var til að finna þá.
|
Týna stundum hlutum.
|
No comments:
Post a Comment