Hrúturinn 21.mars – 19.april
Til hamingju. Þú ert orðin(n) einn af sjö undrum veraldar.
Nautið 20.april – 20.maí
Þú lærir loksins að leggja bíl. Til hamingju.
Tvíburinn 21. maí- 20.júní
Þú vaknar upp allsnakin(n) á Þingvöllum og manst ekkert hvernig þú komst þangað. Þetta verður þó upphafið af nýjum kafla í þínu lífi.
Krabbinn 21.júní – 22. júlí
Þú munt þurfa að skafa bílinn þinn. Aftur …og aftur… og aftur. Og einu sinni enn eftir það.
Ljónið 23.júlí – 22.ágúst
Hamingjan er á næsta leiti. Fyrir einhvern. Ekki þig.
Meyjan 23.ágúst – 22. september
Nei. Það er ekki eðlilegt á Íslandi að sofa þegar það er myrkur og vaka þegar það er bjart.
Vogin 23.september – 22.oktober
Þú breytist í marbendil. Bömmer.
Sporðdreki 23.oktober – 21.november
Ég myndi sleppa því að fara framúr þessa vikuna. í alvöru.
Bogmaður 22.november- 21.desember
Allar hamfarir veraldar jafnast ekki á við klósettferðir þínar.
Steingeit 22.desember – 19. janúar
Dauðsfall er á næsta leiti. Það er um endanlegan dauða samvisku þinnar að ræða.
Vatnsberinn 20.janúar – 18.februar
Þér verður úthýst af facebook fyrir að vera leiðinleg(ur).
Fiskarnir 19.febrúar – 20.mars
Þú prófar að vaxa á þér rasshárin. þú munt sjá eftir því alla ævi.
No comments:
Post a Comment