Monday, November 29, 2010

Saturday, November 27, 2010

Myndir eftir mig


Sá svona mynd í dönsku blaði og hermdi eftir henni.


Þessa málaði ég eftir heimsókn á málverkasýningu.

Þetta var tilraun með vatnsliti sem kom bara skemmtilega út þegar blaðinu var snúið.

Saturday, November 20, 2010

Jólabaksturinn

Hugmynd að skreytingu á piparkökunum fyrir jólin. Það er ekki verra ef þær ganga ljúft ofaní mannskapinn og veki kannski smá bros hjá sumum.

Thursday, November 18, 2010

Járnfuglinn


Járnfugl eftir Stefaníu Reynisdóttur, búinn til úr blómavír. Hún er byrjuð á flugeðlu í svipuðum stíl nema hvað nú þræðir hún perlur á vírinn svo litadýrðin verður mikil.... ef hún klárar.

Sunday, November 14, 2010

Haruni sjalið


Haruni sjalið er tilbúið fyrir nokkru síðan, uppskriftin er á netinu. Garnið fékk ég í Hafnarfirði en það skiptir um lit og er er út ull frá Eistlandi ef ég man rétt.

Saturday, November 13, 2010

Prestaklámþing

Nú stendur yfir svokallað kirkjuþing í Grensáskirkju og þar ætla prestarnir að ræða klám og kynferðisafbrot hinna ýmsu samstarfsmanna sinna. Oft hafa þeir rætt þessi mál og ekki getað komið sér saman um aðgerðir. Sumir vilja þegja kynferðisafbrotasögur í hel, aðir vilja setja reglur og eitthvað af þeim hafa verið samþykktar.

Eitt hefur þó alltaf staðið uppúr þegar þessir “sálusorgarar” og “góðmenni” hafa rætt þessi sálarmorð. Það er ósamkomulagið og margföld sýn á siðgæði sem ríkir innan stéttarinnar.