Monday, September 20, 2010

Barnaníðingar og ég

Níðingspresturinn Helgi Hróbjartsson, sem játað hefur að hafa níðst á nokkrum drengjum er nafngreindur á fréttamiðli í dag svo það er í lagi að ég endurtaki nafnið á þessum ENGLI AF HIMNUM eins og hann er líka kallaður þar sem hann stundaði trúboðstarf í Eþíópíu.
Sem betur fer er hann hættur stöfum í nafni Guðs Almáttugs og allra hans engla. Þó hann hafi hugsanlega einhverntíma gert eitthvert góðverk verður barnaníð hans eftirmáli og það sem eftir stendur þegar hans verk eru gerð upp.
Þessi umræddi maður var nágranni minn þegar ég var barn og fjölskyldan öll talin mjög trúuð og traust. Jafnvel hálf heilög. Jón Dalbú var aðeins eldri en ég og hann er sá eini úr fjölskyldunni sem ég kynntist lítillega þegar ég var barn og ég hef ekkert nema gott af honum að segja.
Ég fór oft í Burstagerðina sem var við Laugaveg við hlið Stjörnubíós en það var fjölskyldufyrirtæki þessarar trúuðu og “traustu” fjölskyldu.
Þar unnu blindir einstaklingar og ein nafna mín varð mikil vinkona mín, ég hékk í kellaraglugga og spjallaði við hana og skildi illa hvernig hún gat unnið nákvæmnisverk án þess að sjá nokkuð til þess. Hún útskýrði málið fyrir mér og ég uppgötvaði stóran sannleik. Það var hægt að nota önnur skilningarvit í stað sjónarinnar. Mér fannst það stórmerkilegt og kom oft í gluggan til að horfa á hana vinna.
Á afmælisdaginn minn þegar ég varð 9 ára var mér boðið í bíltúr með sendibílstjóra Burstagerðarinnar, ég fékk þetta boð af því ég átti afmæli og krakkarnir öfunduðu mig af þessari upphefð. En bílferðin var ekki skemmtileg eins og ég hafði búist við. Bílstjórinn stoppaði á stæði á Barónstíg og bað mig að fara úr buxunum og sína sér á mér klofið. Ég sagði NEI og hann suðaði en ég endurtók NEIið. Hann snerti mig ekki og keyrði mig til baka. Krakkarnir á Planinu spurðu mig hvort það hafi ekki verið gaman og ég Neitaði því og sagði svo foreldrum mínum hvað hafði gerst í bíltúrnum.
Ég man að viðbrögðin við þessu í minni fjölskyldu voru þau, að bílstjórinn væri örugglega bara forvitinn og vildi kynna sér málið því hann fengi örugglega ekkert hjá kærustunni sem var svo trúuð enda í fjölskyldunni. Það þótt ekki taka því að gera neitt í þessu máli því bílstjórinn hafði svo sem ekki gert mér neitt……
Áratugum seinna komst ég að því að þessi fyrrum bílstjóri var orðinn forstöðumaður yfir meðferðarstofnun fyrir erfið börn og oft hef ég hugsað um hvort hann hafi gert þeim börnum eitthvað og ef svo er, hvort nokkur hafi trúað þeim. Þau voru með stimpilinn “biluð” á sér og það hefur ekki gert þeim auðveldara fyrir.

No comments: