Þeir sem leggja stund á að skilgreina óyrt skylaboð geta oft séð lygamerki hjá fólki sem er að tala. Stundum tekur fólk fyrir munninn á meðan það lýgur ef það veit að það sem það er að segja á ekki við rök að styðjast. Sumir geta ekki horft í augu annarra þegar þeir segja ósatt.
Þeir sem hafa séð Gordon Brán tala hafa tekið eftir munnviprunum sem hann sýnir og þær hafa aukist til muna eftir að hann varð forsætisráðherra Breta. Nú er komin upp sú hugmynd að hann sé að ljúga þegar hann geiflar sig og þá sýnist mér að hann segi ansi sjaldan satt, aumingja maðurinn, því andlitið er allt á iði í hvert sinn sem ég sé honum bregða fyrir í sjónvarpinu.
-->
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment