Wednesday, April 29, 2009

Saturday, April 25, 2009

Kosningakvöld


Óska ánægðum kjósendum til hamingju með niðurstöður Alþingiskosninganna í dag.
Vona jafnframt að framtíð okkar allra verði góð og blessuð.

Saturday, April 18, 2009

Smá suddi

Sumir skrifa um veðrið, aðrir um hvenær þeir farið er á fætur, hringt í ættingja eða farið á klósettið, tala nú ekki um hvenær farið er í sund. Það er toppurinn á tilverunni þegar sumir geta sagt frá einhverju.
Svo eru aðrir eins og ég sem segi varla neitt. Set eina og eina mynd hér inn, sem ég hef getað hlegið að eða fundist fín á einhvern hátt.
Stundum hef ég velt fyrir mér að fara nú aða blogga um alvöruþrungin málefni, uppákomur í lífinu, hvernig sumir verða að aumingjum á meðan aðrir blómstra og segja mína skoðun á hvað ég tel valda þessu. EN hef ekki byrjað á því enn.
Ef ég fengi áskoranir, þá tæki ég mig til og reyndi að uppfylla óskir annarra. Ég er svoddan kóari in við beinið þó ég viðurkenni það aldrei. ALDREI.

Monday, April 13, 2009

Hann er búinn að vera

Hann er búinn að vera, búinn að gera .. svo stóran skandal að hann þurrkast næstum út.
Nú dugar ekki að segja bara "Fyrirgefðu" því fólk trúir ekki lengur á þetta fyrirbæri.
Allt sem fer upp kemur niður aftur, það sannast á fylginu.
En ætli það fari einhverntíma upp aftur?
Jó jó, áhrif?

Sunday, April 12, 2009

Gleðilega Páska


Vona að páskaeggin fara vel í maga.

Saturday, April 11, 2009

Laugardags dúll (ekki dekur)

Þar sem ég hef fengið nóg af því að pakka undanfarið, tók ég mér pásu og fór í gönguferð.
Þessum manni mætti ég á leiðinni, hef hitt hann nokkrum sinnum og hann býður ALDREI góðan daginn eins og flestir kurteisir menn gera nú.


Það er hægt að finna svona sæt svæði í henni Reykjavík ef vilji er fyrir hendi.

Byggingakranarnir í Kópavogi reyndu að troða sér á myndina en ég hundsaði þá.



Þarna er svo fyrirheitna landið .... að vísu óskýrt.
Flyt ekki fyrr en seinna.





Einn léttur fyrir páska


Fannst upplagt að setja hér einn BRANDARA áður en allur heilagleikinn skellur á okkur á morgun.
BRANDARINN móðgar engan fyrst þetta blogg er aldrei lesið.
HAHAHAHAHA
(Heimskur hlær að sjálf sín fyndni)

Thursday, April 9, 2009


Má bjóða einhverjum rós?

Tuesday, April 7, 2009

Blómahaf

Andrés í Lystigarðinum á Akureyri ca 1977

WOOO

Taktu gleði þína aftur, þetta er bara teiknimynd.

Monday, April 6, 2009

Lygamerki?

Þeir sem leggja stund á að skilgreina óyrt skylaboð geta oft séð lygamerki hjá fólki sem er að tala. Stundum tekur fólk fyrir munninn á meðan það lýgur ef það veit að það sem það er að segja á ekki við rök að styðjast. Sumir geta ekki horft í augu annarra þegar þeir segja ósatt.

Þeir sem hafa séð Gordon Brán tala hafa tekið eftir munnviprunum sem hann sýnir og þær hafa aukist til muna eftir að hann varð forsætisráðherra Breta. Nú er komin upp sú hugmynd að hann sé að ljúga þegar hann geiflar sig og þá sýnist mér að hann segi ansi sjaldan satt, aumingja maðurinn, því andlitið er allt á iði í hvert sinn sem ég sé honum bregða fyrir í sjónvarpinu.

-->

Sunday, April 5, 2009

Bara smá vangavelta...

Loksins fattaði ég hvernig á að finna aðra bloggara hér og hvernig ég á að rekast á sjálfa mig. Ég klikkaði á Reykjavík í prófælnum mínum og þá gerðist undrið. Ég sá fleiri en mig.
Svo var ég að reyna að setja inn teljara og það tókst að takmörkuðu leiti því hann sést bara í prófælnum og þar virðist bara verið talin innlitin þar inn en ekki á bloggið sjálft.
Kannski þetta sé rugl ..... ég veit ekki hvernig teljarinn virkar.

Tvær frægar.



Að ofan; Nefertiti eins og hún varð eftir lýtaaðgerðir.
Tvær frægar konur, önnur fyrir fegurð og hin fyrir ljótleika .

Gilitrutt og lata bóndakonan hittust á förnum vegi, spjölluðu saman og alles.