Það hefur löngum loðað við börn að þau láta allslags óhugsuð orð útúr sér og oftast fer það inn um eitt og út um hitt, enda lítil fyrirstaða þar á milli hjá flestum.
Nú er komin upp sú staða að heilt þjóðfélag á hjara veraldar er að láta smágutta á Bretlandi bögga sig með einhverju rugli sem hann lét út úr sér fyrir stuttu.
Hjaraþjóðin vill milljarða í bætur og afhverju ætti hún að láta dekurdreng í öðru landi bögga sig frítt?
"Látum þá blæða og læra af eigin mistökum," segir gömul kona á hjaranum og er ég henni hjartanlega sammála.
No comments:
Post a Comment