Friday, May 29, 2015
Sjal og útsýni
Prjónaði eitt sjal í safnið og tók myndir með súmminu.
Krísuvík er þarna í fjarska og þar varð jarðskjálfti uppá 4 stig á R í dag. bíð nú eftir gosinu.
Endilega klikkið á neðri myndina til að sjá hvað útsýnið mitt er flott og til að njóta þess með mér.
Tuesday, May 26, 2015
Að ganga í barndóm.
Sextug á efri myndinni með ljósar strípur í hárinu og sextíu og fjögurra ára á þeirri neðri og með minn eigin háralit.
Eldist ekki eins og karlarnir sem eru á svipuðum aldri. Grána ekki einu sinni. Ætli ég sé að ganga í barndóm?
Eldist ekki eins og karlarnir sem eru á svipuðum aldri. Grána ekki einu sinni. Ætli ég sé að ganga í barndóm?
og sextíu og fimm og hálfs á þeirri neðstu.
klaufi?
Hæ, ætlaði að setja inn myndir úr iPad en það tókst ekki. Það bíður betri tíma, þekkingar og færni.
Wednesday, May 13, 2015
Ísland
Ég hef alltaf verið hrifin af þessari mynd síðan ég sá hana á sýningu í Ráðhúsinu fyrir mörgum árum og ég held að margir álíti landið okkar hálfgert skrímsli því lífsbaráttan er svo erfið fyrir alltof marga.
Sunday, May 3, 2015
Áshildarmýri á Skeiðum og lækurinn þar.
Lækurinn hefur ekki sést í nokkur ár en er nokkuð myndarlegur núna
Hér sést hvernig hann hefur fætt yfir brúna og þegar það gerðist fyrir nokkrum árum þá fór stórt landsvæði á flot. Enda varð það frétt í öllum fréttamiðlum.
Minnismerkið um Áshildarmýrar-samþykkt 1496.
Subscribe to:
Posts (Atom)