Tuesday, December 30, 2014

Skæruliðar vígbúast þegar þess gerist þörf


Sólarupprás og sólarlag sama dag.

 Tekið af suður-svölum að Neðstaleiti. 103 Reykjavík.

Ekki tókst mér að bera kennsl á líkið

Fann þetta lík í felum heima hjá mér. Ég virðist hafa keypt það í Rúmfatalagernum fyrir nokkrum árum og ekki rekist á það fyrr en í dag. 
Það er mjög skemmtileg tilhugsun að hafa búið með þessu líki í nokkur ár. 
Lengdin frá toppi til væng-enda er 2 og hálfur cm. 

Monday, December 1, 2014

Beðið í baði

 Þarna bíður Bóbó í baðkarinu eftir að ég buni fyrir hann besta vatni í heimi en svo gerist það ekki og fílusvipurinn leynir sér ekki þegar hann fær ekki þjónustuna strax.

 Hann gafst upp á biðinni, lagðist í baðið og svo þegar ég kíkti á hann þá vaknaði vonin um að hann fengi nú sopann sinn.