Tuesday, September 30, 2014
Tuesday, September 23, 2014
Brúar fjörið eina ferðina enn,
Endilega muna að stækka myndina með því að klikka á hana því þá sjáið þið hvað löggan okkar er hjálpsöm og stoppar umferðina þegar sjúkrabíllinn þarf að komast áfram.
Eldgosið í Holuhrauni ... Bárðarbunga ... eða næsti bær við.
The lava and the lava tree.
Iceland.
Ljósmyndari Iurie Belegurchi sem kynnir mitt fagra land með frábærum ljósmyndum og einstaka vídeói á Facebook, hlekkurinn er hér;
https://www.facebook.com/IurieBelegurschiPhotography
Upprifjun
Það kemur fyrir að ég man eftir einhverju úr æsku. Það rifjaðist til dæmis upp fyrir mér að þegar móðir mín sáluga réði ekki við mig þegar ég var með einhverja helvítis óþekkt sem barn, neitaði til dæmis að fara út að kaupa sígarettur fyrir hana, þá átti hún það til að setja hausinn á mér undir ískalda bununa úr baðkrananum svona til að fá mig til að vitkast.
Svo þurfti ég að samþykkja hennar skoðun á meðan bunað var, grenja og sýna eftirsjá og þá sleppti hún mér og ég fékk að þurrka hárið, dösuð eftir kuldann.
Hvað var verið að kenna mér? og hvað ætli ég hafi lært?
Jú það var verið að kenna mér að BERA VIRÐINGU fyrir mér eldra fólki, kenna mér að gera það sem foreldrarnir sögðu mér að gera, kenna mér að vera ekki með mótmæli.
EN það sem ég lærði var vantraust á þetta sama fólk, ég lærði að fyrirlíta það, lærði að skammast mín fyrir það, ég lærði ekki að halda kjafti en lærði að svara fyrir mig og láta ekki einhverja ósanngjarna aumingja vaða yfir mig eða eyðileggja mitt líf.
Mikið má ég nú vera þakklát fyrir að hafa ekki lært að verða siðblind.
Svo þurfti ég að samþykkja hennar skoðun á meðan bunað var, grenja og sýna eftirsjá og þá sleppti hún mér og ég fékk að þurrka hárið, dösuð eftir kuldann.
Hvað var verið að kenna mér? og hvað ætli ég hafi lært?
Jú það var verið að kenna mér að BERA VIRÐINGU fyrir mér eldra fólki, kenna mér að gera það sem foreldrarnir sögðu mér að gera, kenna mér að vera ekki með mótmæli.
EN það sem ég lærði var vantraust á þetta sama fólk, ég lærði að fyrirlíta það, lærði að skammast mín fyrir það, ég lærði ekki að halda kjafti en lærði að svara fyrir mig og láta ekki einhverja ósanngjarna aumingja vaða yfir mig eða eyðileggja mitt líf.
Mikið má ég nú vera þakklát fyrir að hafa ekki lært að verða siðblind.
Sunday, September 14, 2014
Friday, September 12, 2014
Monday, September 1, 2014
Subscribe to:
Posts (Atom)