Thursday, February 27, 2014

Loðnu kisurnar mínar.

 Moli sem dó ungur eftir að hafa verið bitinn illa svo það gróf í honum öllum. 
 Gulli = Gunnlaugur Finnstvarlason hét aður Bilbó og hann varð 12 ára gamall þegar hann fór til feðra sinna.
Púki, hann bjó ekki lengi hjá mér enda var keyrt á hann fyrir framan húsið, hann hljóp undir runna og dó þar stuttu síðar. 
Bóbó kom til mín í ágúst 2013 og hefur verið prinsinn á heimilinu síðan.

Skipt um lit

Einn daginn lá þessi elska svona líka upplitaður í sófanum. 
Hann var auðsýnilega ekki ánægður með litabreytinguna og setti því upp viðeigandi svip.

Haraldur hárfagri



Sunday, February 9, 2014

Fjöllin flutt í bæinn.

Ef einhverjum finnst fjöllin smá þá má sá hinn sami klikka á myndina og athuga hvort þau stækki ekki.


Ég er úrvinda eftir að hafa dregið öll þessi fjöll í bæinn. Ég ætla bara að biðja ykkur að fara ekki að reyna þetta heima hjá ykkur. Plís.

Thursday, February 6, 2014

Sjölin öll

Nýjustu sjölin í safninu mínu og búnkinn með þeim sem eru nokkurnveginn eins. 



Saturday, February 1, 2014

Innrammað

Nú innrammaði ég tvær ljósmyndir sem ég tók og er bara nokkuð sátt við þær .... á myndinni hér líta þær út fyrir að vera á einhverri stofnun,,,,,, en segjum þá bara að ég sé stofnun.
Var það ekki sagt í félagsfræðinni í den, að hjónaband og fleira var túlkað sem stofnun?