Sunday, May 27, 2012

Herramenn með eina dömu

Hér sjáum við 8 mikla herramenn sem njóta þess forgangs að hafa eina súper dömu í sínum hóp. 
Hópurinn hefur stillt sér upp í garði Alþingishússins á þessari mynd og er þetta í fyrsta sinn sem hann er þar en EKKI það síðasta. 
Eftir um það bil 15 ár má búast við að eitthvað þessara barna verði á leið til starfa inni í húsinu sem sést fyrir aftan þau á myndinni. 
Hin verða þá í öðrum mikilvægum störfum eða að undirbúa sig til að taka þau að sér.

Saturday, May 19, 2012

Mosi


Það er gott að liggja í mjúkum mosa, mæna uppí himininn og brosa.

Wednesday, May 16, 2012

Leiðin niður á við

Hér sést leiðin sem liggur niður á við og þá þarf að ákveða hvaða skó á að nota til að feta þann veg.

Saturday, May 12, 2012

Rokkað á brauðkassanum

Hér spilar hinn alkunni bangsi á Hard Rock gítar uppá einni af fáum lestum á landinu.
Sorrý,,, ég gat ekki sett hljóðið inná myndina vegna tæknilegra örðugleika.

Monday, May 7, 2012

Sveitaferð


Fór í sveitaferð í dag, hitti nokkrar forvitnar kusur ásamt fleiri djásnum úr sveitalífinu.