Sunday, September 25, 2011

Saturday, September 10, 2011

Léleg vinnubrögð og lélegt eftirlit.

Það voru fengnir fagmenn til að gera við húsið mitt, flest var nú ágætt sem gert var en sumt ekki og ekki hef ég orðið vör við neina viðleitni til að laga það sem miður fór, þrátt fyrir að sérstakur eftirlitsaðili hafi fyrir löngu fengið upplýsingar um stöðu mála.
Heildarúttekt á viðgerðinni og vinnunni átti að fara fram 30 ágúst 2011. Ég hef ekki orðið vör við neitt eftirlit né viðgerð á því sem miður fór.
Hér eru nokkur sýnishorn sem eru augljós;

Málningin flagnar af fyrir utan gluggana á sameigninni.

Málningin á svalargólfinu er með loftbólum þar sem gólfið var alveg slétt áður en málað var.

Málningin á svalarhandriðinu er farin að flagna af hér og þar.

Kítti sem átti að vera við gluggalistana slettist út á málningu og fær að vera þar án áreitis.

Gúmmílisti sem var settur í krikann við svalargólf og húsvegg er laus og það rignir vel og vandlega inn fyrir hann.