Sunday, June 26, 2011

Hjónabandsráðgjöf

Fornaleifafræðingur er besti eiginmaðurinn sem nokkur kona getur eignast.
Því eldri sem hún verður því meiri áhuga hefur hann á henni !!!

Sunday, June 12, 2011

Vopnið sem snérist gegn eiganda sínum

Það eru ansi margir sem líkja stjórnmálamönnum við leikskólabörn í hinum ýmsu fjölmiðlum, síðast heyrði ég þetta í fyrradag í morgunþætti Bylgjunnar. Hegðun þingmanna á Alþingi okkar Íslendinga hefur líka í gengum tíðina verið líkt við sandkassaleik.

Fullyrðingar eins og "þeir þrasa eins og leikskólabörn" eða "þeir eru alltaf í þessum sandkassaleik" heyrast oft og þegar ég heyri þessa þvælu þá veit ég að sá sem lætur þetta út úr sér hefur ekki hundsvit á því sem hann/hún er að tala um.

Leikskólabörn eru ekki síþrasandi og sjaldnast ALLTAF í sandkassaleik. Ef þau leika sér í sandkassa eru þau að skapa eitthvað eða endurgera það sem þau skilja ekki sem hjálpar þeim að skilja s.s eins og ýmisa verkfræðiþætti í byggingarlist, stærðfræði eða þyngdarlögmálið.

Það er VIT í því sem börnin gera í leik, þau læra í gegnum hann en það eru bara fæstir sem skilja það og básúna því út um allt að ÞRAS á þingi sé það sama og uppgötvunar og námsferli barna í leikskólum.

Þó tilgangurinn með þessum klisjum, sem ég nefndi hér í byrjun, sé að lítillækka þingmenn þá snýst vopnið í höndum þess sem notar svona léleg rök, því þau sýna heimsku og fáfræði þess sem malar hugsunarlaust.

Monday, June 6, 2011

Kornfleks að kveldi.

Jón karlinn kom seint heim, glaður eftir næturbröltið. Ákvað að fá sér snarl, greip Cornflakes pakkann. Það næsta sem gerðist var að frúin hans vaknaði við að kallinn er að reyna að troða Cornflakes pakkanum milli fóta á henni. Hún gargaði á hann: Hvurn fjandann ertu að gera maður? Nú, svarar Jón, það stendur: Store in a cool dry place!!!!!