Friday, February 26, 2010
Sunday, February 21, 2010
Saturday, February 20, 2010
Kom blindfullur heim
Jón hafði farið á fyllirí í vinnunni og drukkið all hressilega. Reyndar svo mikið að það síðasta sem hann man, var að hann var ælandi á götuna einhversstaðar niðrí bæ. Hann vaknar með hausverk dauðans, opnar augun og sér að hann er heima hjá sér. Lítur í kringum sig og sér rós í vasa og vatnsglas á borðinu og verkjatöflur. Föt nýpressuð á stólnum og allt þögult og tandurhreint. Hann skröltir á fætur, gjörsamlega minnislaus um gærkvöldið og röltir á kamarinn. Á speglinum sér hann miða frá konunni sinni sem á stóð:
“Ástin mín, ég skaust í búðina að kaupa inn, því ég ætla að elda uppáhalds matinn þinn í kvöld, hafð þú það rólegt í dag og jafnaðu þig elskan mín, sé þig á eftir. “Hann klóraði sér í hausnum og tók eftir RISA glóðarauga á sér, pissaði og rölti fram.
Frammi situr 12 ára sonur hans að lesa og hann spyr stráksa, “Veist þú hvenær ég kom heim í nótt ? “
Já pabbi, þú komst heim um 5 í morgun, dast um stofuborðið og braust allt sem var á því, ældir á teppið í stofunni, og drapst á gólfinu.
Kallinn klóraði sér í hausnum og spurði af hverju mamma hans væri svona glöð..
“Æ, já, þegar mamma var að drösla þér á fætur og þrífa af þér æluna sagðir þú”
“Láttu mig vera, ég er hamingjusamlega giftur!!!!”
….Heppinn…..
Friday, February 19, 2010
Til ykkar sem langar að hekla.
http://www.mypicot.com/
athuga að það eru stundum nokkrar blaðsíður á hverri síðu og mjög áhugavert að skoða þetta allt.
--
Thursday, February 18, 2010
Wednesday, February 17, 2010
Monday, February 15, 2010
Fiðrildi
Þeir sem finna hjá sér þörf til að útbúa eitt slíkt geta farið á aáður uppgefna slóð og fundið leiðbeiningar um framkvæmd sköpunarinnar þar.
Saturday, February 13, 2010
Hugleiðing Gleyminnar Gamallar Konu
Nú er ég komin með Alsheimer, því ég var búin að gleyma þessu bloggi (það tók því ekki að leggja það á minnið því það les þetta enginn). Það rofaði aðeins til í heilabúinu augnablik og ég sat við tölvuna akkurat þegar það gerðist svo ég leit hér inn.
Hef ekki frá neinu að segja frá því síðast enda held ég flestu fyrir mig og segi lítið til að koma mér ekki í vandræði.
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að ef og þegar ég segi mína skoðun þá eru alltaf einhverjir tilbúnir að rangtúlka og útvarpa sinni túlkun á mínum orðum. Þó ég hafi sagt eitthvað allt annað og ef ég segi það sem öðrum mislíkar þá er því haldið fram að ég ÖSKRI þó ég skrifi orðin bara.
Önnur eins rólegheita manneskja fyrirfinnst varla enda taldi hjarta og æðasérfræðingur nýlega að það væri varla neitt lífsmark með mér.
Til að sameina jóla- og valentínusar skraut og hjörtu þá setti ég hug-mynd hér inn til að gleðja mig þegar ég lít hér inn næst. Alltaf gaman þegar teljarinn á blogginu telur......
Ef svo ótrúlega vill til að heklu og prjónasjúklingar líti hér við þá eru margar góðar fríar hugmyndir á síðunni; http://www.mypicot.com/crochet_patterns_st01.html