Saturday, April 9, 2011

Borgum bara

Kjósum; Já, takk fyrir, ég vil endilega fá að borga skuldir óreiðumanna. Þó það nú væri, að maður gerði löndum sínum í London og Tortola ekki smá greiða þegar þeir eru á kúpunni, þessar elskur eiga það nú virkilega skilið að það sé hugsað hlýlega til þeirra og hætt að leggja þá í einelti eins og Steingrímur ætlar að gera.

Eru þessar elskur ekki búnar að vinna fyrir öllum milljörðunum? Er einhver að efast um það? Þeir tóku að sé gífurlegar ábyrgðarstöður, komu fram fyrir alþjóð með alla sína speki og fjármálavit og forðuðu sér svo þegar við fórum að bögga þá.

Það er ekki hægt að neita því að við DÁÐUMST AÐ ÞEIM í byrjun. Mikið voðalega erum við fljót að skipta um skoðun BARA vegna þess að þeir fóru úr landi, að vísu með nokkra millutugi líka en hvað með það? Við erum í svo góðum málum, eigum heita vatnið, fiskinn í sjónum, Jón Gnarr og Jóhönnu, bjargvættina sem ættu að komast í skjaldarmerkið. Okkur er sem sé borgið þó við borgum smá Icesave.

Já, hættum að bögga litlu sætu strákana okkar í London, þeir koma aldrei aftur heim ef við hættum ekki.

Thursday, March 31, 2011

PRJÓN


Nemó vettlingar

Einn dúlluskokkur sem vantar dúlluna.

Monday, March 28, 2011

Stjörnuspáin sem endist og endist

Hrúturinn 21.mars – 19.april
Til hamingju. Þú ert orðin(n) einn af sjö undrum veraldar.

Nautið 20.april – 20.maí
Þú lærir loksins að leggja bíl. Til hamingju.

Tvíburinn 21. maí- 20.júní
Þú vaknar upp allsnakin(n) á Þingvöllum og manst ekkert hvernig þú komst þangað. Þetta verður þó upphafið af nýjum kafla í þínu lífi.

Krabbinn 21.júní – 22. júlí
Þú munt þurfa að skafa bílinn þinn. Aftur …og aftur… og aftur. Og einu sinni enn eftir það.

Ljónið 23.júlí – 22.ágúst
Hamingjan er á næsta leiti. Fyrir einhvern. Ekki þig.

Meyjan 23.ágúst – 22. september
Nei. Það er ekki eðlilegt á Íslandi að sofa þegar það er myrkur og vaka þegar það er bjart.

Vogin 23.september – 22.oktober
Þú breytist í marbendil. Bömmer.

Sporðdreki 23.oktober – 21.november
Ég myndi sleppa því að fara framúr þessa vikuna. í alvöru.

Bogmaður 22.november- 21.desember
Allar hamfarir veraldar jafnast ekki á við klósettferðir þínar.

Steingeit 22.desember – 19. janúar
Dauðsfall er á næsta leiti. Það er um endanlegan dauða samvisku þinnar að ræða.

Vatnsberinn 20.janúar – 18.februar
Þér verður úthýst af facebook fyrir að vera leiðinleg(ur).

Fiskarnir 19.febrúar – 20.mars
Þú prófar að vaxa á þér rasshárin. þú munt sjá eftir því alla ævi.

Thursday, March 3, 2011

Áhrif nauðgunar á fórnarlömb

Eftirfarandi stigskipting á einkennum fórnarlamba nauðgana fann ég í bókarkafla sem FBI maður skrifaði eftir áratuga rannsóknir á því sviði. Hér kemur ekki fram hvað fórnarlambið er lengi að ná sér enda jafnar það sig ekki nema að hluta til. Áhrif nauðgunar varir allt lífið og það er engin trygging að fórnarlömb fari í gegnum öll stigin.

1. Áhrifastig:Varir tímum, dögum eða vikum saman.

Fórnarlambinu finnst það vera tilfinningalaust eða lamað og getur ekki tekið afstöðu eða ákvarðanir. Það er sérlega viðkvæmt og ruglast auðveldlega, hugsanlega einmana, hjálparlaust og örvæntingarfullt. Getur ekki tekið áskorunum. Dregur sig í hlé eða er hlutlaust. Aðrir neita oft að trúa hvað gerðist.

2. Bakslagsstig: Þá einkennir fórnarlambið reiði, þunglyndi, gremja og jafnvel afneitun. Miklar skapsveiflur geta verið af litlu tilefni og grátköst og höfnunartilfinning eru algeng. Það missir persónuleikaeinkenni og eða sjálfsvirðingu sína. Þjáist af svefnleysi eða martröðum. Áskakar sjálft sig og aðra ástvini til skiptis. Líklegt til að taka á sig óréttmæta sök og spyr sig sífellt “Hvers vegna”.

3. Lausnarstig: Fórnarlambið öðlast smá heildarsýn og byrjar að taka þátt í daglegu lífi. Skilur að það og lífið verður aldrei samt aftur en verða bæði að halda áfram. Reiðin, heiftin og hræðslan geta varað áfram en með tímanum getur ákafinn minnkað og tilfinningakraftur getur beinst að öðrum þáttum og öðru fólki. Þau fórnarlömb sem jafna sig best láta hefnigirni og reiði ekki stjórna hugsun sinni, heldur láta jákvæða þætti stjórna lífi sínu.

Wednesday, March 2, 2011

Nammi gott og mikið meira

http://www.simnet.is/flytisida/ þetta er frábær síða sem aldrei er auglýst svo það ætti enginn að láta hana framhjá sér fara. Af henni er auðvelt að fara inná óteljandi staði og t.d. þennan http://www.simnet.is/uppskriftir/formkokur-s.htm og sjáið bara hvað þetta er allt saman auðvelt og djúsí. NAMMIÐ er æði og ótrúlega einfalt Hér er það; http://www.simnet.is/uppskriftir/nammi-s.htm
Verði ykkur að góðu.

Thursday, February 24, 2011

Brandarar

Hér er linkur á brandarablogg sem ætti ekki að fara framhjá nokkrum manni á Krepputímum. BROS.

Thursday, February 17, 2011

Skotinn

Til að hafa virkilega gaman af Skota-bröndurum er alveg upplagt að skipta um nafn… og setja t.d. nafn einhverrar nánasarinnar sem við höfum kynnst á lífsleiðinni. Þó hentar það ekki alltaf og stundum þarf að nefna Skotana eða Skotland til að þeir komist til skila. Hér eru tvö dæmi sem hægt er að æfa sig á;

1. Skotinn var úti að ganga með syni sínum og sagði ”Í almáttugs nafni, taktu stærri skref John, skórnir eru nýir”.

ooo-ggg

2. Tveggja manna sportbíll ók út af hraðbrautinni við Edinborg , 7 skoskir farþegar létu lífið.


Skotinn út í skoti;

Það var einu sinni skoti sem var skotinn með skoti úti í skoti. þá kom annar skoti og spurði hvaða andskotans skoti hefði skotið hann með skoti útí skoti. Þá svaraði sá skoti sem skotinn hafði verið með skoti útí skoti, að sá skoti sem hefði skotið sig með skoti útí skoti, lægi skotinn útí skoti.