Þar sem ég hef fengið nóg af því að pakka undanfarið, tók ég mér pásu og fór í gönguferð. Þessum manni mætti ég á leiðinni, hef hitt hann nokkrum sinnum og hann býður ALDREI góðan daginn eins og flestir kurteisir menn gera nú.
Það er hægt að finna svona sæt svæði í henni Reykjavík ef vilji er fyrir hendi.
Byggingakranarnir í Kópavogi reyndu að troða sér á myndina en ég hundsaði þá.
Þarna er svo fyrirheitna landið .... að vísu óskýrt.