Friday, August 20, 2010

Úlfarsfell, Iceland


Byggðin í suðurhlíðum Úlfarsfells og byggðin á Grafarholtinu sjást að hluta til í suðurátt.



Stafafurur í forgrunni Akrafjall og Esja og auðvitað sundin blá með Álfsnesi þar sem rusl Reykjavíkurborgar er urðað.
Stundum er betra að vita ekki hvað fer fram á fallegum stöðum.


Og þarna var ein einmana flugvél á sveimi og bar við bláan himinn.

Monday, August 16, 2010

Prjónað um helgina á milli snýtinga.


Lauk við húfu í stíl við trefilinn og byrjaði á kjól, sem kannski verður skokkur (sjá efri myndina) það fer eftir sköpunargleðinni hvað verður úr því garni.

Saturday, August 14, 2010

Rúllubaggar


27 stykki af heyrúllum voru settar á landið mitt snemma í sumar, þar hafa þær staðið án leyfis síðan. Landgræðslan hefur fegnið leyfi hjá mér til að hirða þær enda hef ég ekkert við þær að gera og veit ekki hver setti þær þarna.
Ég var búin að hugsa mér að skreyta þær eins og gert er í henni Ameríku en held að ég eyði ekki tíma í það.
Hugmyndirnar eru samt góðar eins og sést hér að neðan.


Friday, August 13, 2010

Barnabörn, tvö af fjórum.


Við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9,
það er betra að vera utandyra en innan, eða hvað?


Kristófer við stall Leifs Heppna sem fann Ameríku
alveg eins og Kristófer eldri Kólumbus.


Tveir drengir utan við dyr Hallgrímskirju.
Kannski það sé líka öruggara að vera utandyra þarna en innan?
Spyr sá sem ekki veit.

Thursday, August 12, 2010

Trjáræktin mín


Fékk þessi tré að gjöf og setti þau niður en eitthvað hef ég verið dösuð því sum eru illa skökk, vonandi rétta þau sig við með tímanum.
Þau sjást betur á svölunum áður en þau fóru í sveitina.




Birkið vex og fyrsti berjarunninn líka.



Svo eru þarna náttúruleg berjalyng líka, myndin er tekin í byrjun ágúst svo berin áttu eftir að stækka........... verulega.


Svo eru gamlar náttúruhamfarir sjáanlegar út um allt og gera göngustígana um landið skemmtilegri þegar þeir verða tilbúnir.

Sunday, August 8, 2010

Nýjasta nýtt


Sokkaband úr Storkinum notað í trefil, kemur vel út og endar trúlega í einhverjum gjafapakka.

Tuesday, August 3, 2010

Prjón, Trefill og Sjal.


Fame Trend, það er mjúkt og fínt. En það borgar sig að gera tvo helminga þegar þetta munstur er notað því annars koma tungurnar ekki rétta á endunum. Betra að lykkja saman í miðjunni.


Hér að neðan sést hvernig loka hnykkurinn verður sléttur og í ósamræmi við byrjunina. Ferlega spælandi að vera búin að prjóna svona stórt stykki og það verður ekki eins og það átti að vera.
Ég rakti einn munsturbekk upp og byrjaði á "öfugum enda" og fékk þá tungurnar og samskeytin urðu ekkert sérstaklega áberandi.
Þetta er prjónað úr ullargarni sem ég keypti í nýrri garn búð við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.
(Í sama húsnæði og STURTA.is)

Sunday, August 1, 2010

Frú Berglaug

Á horni Berstaðarstrætis og Laugavegs opnar nýr veitingastaður þriðjudaginn 3. ágúst 2010
Mér var boðið í mat þegar staðurinn var prufukeyrður og heillaðist alveg af töfrum staðarins. Maturinn er ódýr og mjög góður, bæði hægt að fá tertur með kaffinu, fínar máltíðir og vín.
Endilega kíkið á staðinn á myndunum sem slóðin vísar í;

http://www.facebook.com/album.php?aid=68096&id=1506510280&l=4370f9f27f